Al Hilal undirbýr stórt tilboð í Fernandes - Bayern vill Mitoma - Delap og Doak til Everton?
   þri 13. desember 2022 11:33
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Næstu vikur gríðarlega mikilvægar fyrir Dortmund
Næstu tvær til þrjár vikur verða gríðarlega mikilvægar fyrir þýska félagið Borussia Dortmund.

Um áramótin munu önnur félög nefnilega fá þann möguleika að hefja viðræður við sóknarmanninn Youssoufa Moukoko. Um er að ræða einn efnilegasta sóknarmann í heimi.

Moukoko er aðeins 18 ára gamall en hann fór með A-landsliði Þýskalands á HM í Katar.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann verið að fá tækifæri með aðalliði Dortmund og hefur verið að standa sig vel. En hann verður samningslaus næsta sumar og mega önnur félög byrja að ræða við hann í janúar.

Ítalski fréttamaðurinn Fabrizio Romano segir frá því á Twitter að ensk og spænsk félög ætli sér að ýta vel í Moukoko í janúar. Því verði næstu vikur mjög mikilvægar fyrir Dortmund en félagið þarf að skella góðu samningstilboði á borðið.

Moukoko var í slúðurpakkanum í morgun orðaður við Chelsea en það má gera ráð fyrir því að önnur stórlið muni blanda sér í baráttuna ef hann verður ekki búinn að endursemja þegar janúar gengur í garð. Það eru enn góðar líkur á því að hann muni endursemja.
Athugasemdir
banner
banner