Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 14. janúar 2019 13:00
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Eistum - Tveir nýliðar?
Icelandair
Jón Dagur kom inn á gegn Svíum og skoraði.  Hann byrjar á morgun.
Jón Dagur kom inn á gegn Svíum og skoraði. Hann byrjar á morgun.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Axel Óskar kemur inn í vörnina.
Axel Óskar kemur inn í vörnina.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Ísland mætir Eistlandi í síðari vináttuleik sínum í Katar klukkan 16:45 á morgun, þriðjudag. Íslenska liðið gerði 2-2 jafntefli gegn Svíþjóð a föstudaginn en Freyr Alexandersson aðstoðarþjálfari staðfesti eftir æfingu í dag að talsverðar breytingar verði á byrjunarliðinu á morgun.

Fótbolti.net spáir sjö breytingum og að Hjörtur Hermannsson, Birkir Már Sævarsson, Guðmundur Þórarinsson og Óttar Magnús Karlsson verði einu leikmennirnir sem verði áfram í byrjunarliðinu frá því gegn Svíum.

Davíð Kristján Ólafsson og Willum Þór Willumsson, leikmenn Breiðabliks, gætu báðir spilað sinn fyrsta landsleik á morgun en þeir eru í líklegu í byrjunarliði.

Guðmundur Þórarinsson var maður leiksins gegn Svíum en hann spilaði þá á kantinum. Guðmundur mun á morgun spila á miðjunni ásamt Aron Elís Þrándarsyni.

Axel Óskar Andrésson, varnarmaður Viking, spilað sinn fyrsta landsleik þegar hann kom inn á gegn Svíum en hann byrjar á morgun.

Óttar Magnús skoraði fyrra markið gegn Svíum en hann fer af kantinum í fremstu víglínu. Jón Dagur Þosrteinsson jafnaði gegn Svíum í viðbótartíma eftir góða sendingu frá Hilmari Árna Halldórssyni en þeir byrja líklega báðir gegn Eistum.
Athugasemdir
banner
banner