Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 14. janúar 2020 20:20
Ívan Guðjón Baldursson
Warnock nefnir Wenger sem besta stjóra úrvalsdeildarinnar
Ferguson í fjórða sæti
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, fyrrum stjóri Crystal Palace, QPR og Cardiff, var spurður hverja hann teldi vera fimm bestu knattspyrnustjóra í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Svar Warnock, sem var rekinn frá Cardiff í fyrra, kom verulega á óvart þar sem hann setti Arsene Wenger í fyrsta sæti.

1 .sæti - Arsene Wenger
„Margir eiga eftir að vera ósammála mér en ég set Arsene Wenger í fyrsta sæti því hann breytti knattspyrnumenningunni.

„Hann kom inn með fullt af atriðum sem enginn hafði verið að hugsa út í. Hann tók næringarfræði, ástandsþjálfun og myndbandsundirbúning á næsta stig."


2. sæti - Jose Guardiola
„Ég hef aldrei séð jafn gott lið í ensku úrvalsdeildinni og Manchester City undir stjórn Pep. David Silva er besti leikmaður sem ég hef séð í deildinni.

„Hann hefur bara verið hérna í nokkur ár en áhrifin sem hann hefur haft á knattspyrnumenninguna hér eru mögnuð."


3. sæti - Jürgen Klopp
„Klopp er bara að byrja, hann á eftir að verða enn betri. Ég held að hann muni vera áfram í þessu starfi í 10 ár og getur hæglega tekið toppsæti listans eftir nokkur góð ár í viðbót."

4. sæti - Sir Alex Ferguson
„Ekki ósvipaður Mourinho, var lengur í deildinni og vann meira. Hann fer ekki ofar á listann því hann er stjóri sem var góður að ná því besta úr leikmönnum sínum á einfaldari tímum. Ég er ekki viss um að hann væri jafn góður á þessari nýju knattspyrnuöld."

5. sæti - Jose Mourinho
„Það sem mér líkar mest við Mourinho er hvernig hann tekst á við fjölmiðla þegar illa gengur. Hann er fæddur sigurvegari."
Athugasemdir
banner
banner
banner