Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   fös 14. febrúar 2020 12:18
Elvar Geir Magnússon
Vilja að þjálfarar stýri því hvað sé skoðað í VAR
Samtök ítalskra fótboltafélaga vilja að VAR myndbandsdómgæslan verði notuð með öðrum hætti en nú er gert.

Þeirra vilji er að þjálfarar fái ákveðin mörg tækifæri til að láta skoða ákvarðanir dómarans með VAR.

Þetta fyrirkomulag (challenges) þekkist í öðrum íþróttum, til dæmis tennis og krikket.

Í atvinnu tennis í fremstu röð getur leikmaður þrisvar í hverju setti látið skoða vafaákvarðanir.

Þessi ósk ítalskra félaga verður líklega tekin til umræðu á þingi FIFA síðar í þessum mánuði.
Athugasemdir