Ramos orðaður við Man Utd - West Ham fylgist með Brassa - Sunderland vill Guendouzi
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
   fös 14. maí 2021 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Maggi: Skrítið að leikurinn hafi endað svona
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni í kvöld en hann segir þó að sigurinn hafi verið fullstór miðað við gang leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aftureldingu í leiknum en hann gerði þrennu í fyrri hálfleik. Víkingar fengu þó líka færi til að skora en nýttu ekki.

„Gríðarlega ánægður með strákana. Það var mikill hugur í þeim, mættu gíraðir til leiks og hömruðu á þeim fyrstu mínúturnar og gerðum það vel," sagði Magnús Már við Fótbolta.net.

„Við vorum full opnir til baka á köflum og skrítið að leikurinn hafi endað svona því að ef við teljum færin þá hefðu Ólsarara getað skorað fleiri mörk á meðan við nýttum okkar færi í dag."

„Í seinni hálfleik hugsum við bara um okkur og reyna að halda boltanum og fá ekki fleiri mörk á okkur en við náum að bæta við sem er bónus. Kristó skorar fjögur mörk og frábær í fremstu víglínu. Þetta var flott liðsframmistaða og góð liðsheild í þessu og mjög ánægður með að landa sigrinum en full stór miðað við gang leiksins."


Það átti sér stað furðulegt atvik eftir klukkutíma leik en Kristófer og Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, rifust í teignum áður en -Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina en dómarinn vísaði Eli Keke af velli.

„Ég vorkenni Ólafsvíkingum það og líka í þessu fyrra rauða spjaldi og ekki viss hvort að réttur maður hafi fengið að víkja af velli þar. Ég var að undirbúa skiptinguna þannig ég sá þetta ekki alveg hundrað prósent en eins og ég sá þetta þá fannst mér markvörðurin ganga harðar fram en Eli Keke. Árið er 2021 og að sjálfsögðu eiga Ólafsvíkingar að get áfrýjað," sagði hann ennfremur,

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir
banner
banner