Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
   fös 14. maí 2021 23:44
Brynjar Ingi Erluson
Maggi: Skrítið að leikurinn hafi endað svona
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, var afar ánægður með 5-1 sigur liðsins á Víking Ólafsvík í Lengjudeildinni í kvöld en hann segir þó að sigurinn hafi verið fullstór miðað við gang leiksins.

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 1 -  5 Afturelding

Kristófer Óskar Óskarsson skoraði fjögur mörk fyrir Aftureldingu í leiknum en hann gerði þrennu í fyrri hálfleik. Víkingar fengu þó líka færi til að skora en nýttu ekki.

„Gríðarlega ánægður með strákana. Það var mikill hugur í þeim, mættu gíraðir til leiks og hömruðu á þeim fyrstu mínúturnar og gerðum það vel," sagði Magnús Már við Fótbolta.net.

„Við vorum full opnir til baka á köflum og skrítið að leikurinn hafi endað svona því að ef við teljum færin þá hefðu Ólsarara getað skorað fleiri mörk á meðan við nýttum okkar færi í dag."

„Í seinni hálfleik hugsum við bara um okkur og reyna að halda boltanum og fá ekki fleiri mörk á okkur en við náum að bæta við sem er bónus. Kristó skorar fjögur mörk og frábær í fremstu víglínu. Þetta var flott liðsframmistaða og góð liðsheild í þessu og mjög ánægður með að landa sigrinum en full stór miðað við gang leiksins."


Það átti sér stað furðulegt atvik eftir klukkutíma leik en Kristófer og Emmanuel Eli Keke, leikmaður Víkings, rifust í teignum áður en -Konráð Ragnarsson, markvörður Víkings, ýtir Kristófer í jörðina en dómarinn vísaði Eli Keke af velli.

„Ég vorkenni Ólafsvíkingum það og líka í þessu fyrra rauða spjaldi og ekki viss hvort að réttur maður hafi fengið að víkja af velli þar. Ég var að undirbúa skiptinguna þannig ég sá þetta ekki alveg hundrað prósent en eins og ég sá þetta þá fannst mér markvörðurin ganga harðar fram en Eli Keke. Árið er 2021 og að sjálfsögðu eiga Ólafsvíkingar að get áfrýjað," sagði hann ennfremur,

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir ofan.
Athugasemdir