Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   fös 14. ágúst 2020 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þetta var varnarsigur
Sáttur með stigið
Sáttur með stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Þetta var varnarsigur fannst mér, við börðumst fyrir hvorn annan og vörðum mark okkar vel, Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum, fengu eitt færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr því og kannski seinustu 10-15 mínúturnar í leiknum herjuðu þeir mikið á okkur og við náðum alltaf að loka fyrir með hetjulegri frammistöðu og baráttu, náðum svo að skora eitt mark þannig var kærkomið stig, frábært stig fyrir okkur á gríðarlega erfiðum útivelli" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Fannst Gústa þeirra lið hafa gott af Covid pásunni?

"Ég held að enginn hafi haft gott af henni því við vorum ekki að æfa í contact og auðvitað hefur það áhrif á öll liðin og alla leikina en við nýttum hana vel og örugglega Stjarnan líka þannig þetta hjálpaði hvorugu liðinu ekki neitt held ég"

Fannst Gústa að stigin þrjú hefðu átt að vera Gróttumanna?

"Auðvitað vill maður þrjú stig en það hefði kannski verið ósanngjarnt að við hefðum tekið öll þrjú stigin en eitt stig fannst mér vera bara sanngjörn úrslit miðað við hvað við vörðumst vel og lögðum í leikinn, Kalli skoraði markið fyrir okkur og hann getur ekki hætt að skora kallinn þannig við erum gríðarlega sáttir með þetta stig"
Athugasemdir
banner