Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Hemmi Hreiðars: Rosalegur karakterssigur
Aðalsteinn Jóhann: Ég hef ekki hugmynd um það
Gylfi Þór: Vonandi verður þetta jákvætt í lok tímabilsins
Lárus Orri: Frekar fúllt að labba héðan í burtu með ekkert stig
Eyjamenn stöðvuðu blæðinguna - „Maður er búinn að bíða eftir því"
Sölvi Geir: Ætla að vona að þetta sé að einhverju leyti vellinum að kenna
Haraldur Einar: Vaknaði ferskur og írskir dagar
Davíð Smári ósáttur með stóra ákvörðun - „Ofboðslega sorglegt"
Rúnar Kristins: Ég skaut fastar en hann bæði með hægri og vinstri
Valsmenn fengu góðan stuðning á Ísafirði - „Það skiptir máli"
Freysi Sig: Hinn Hornfirski Messi
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
   fös 14. ágúst 2020 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þetta var varnarsigur
Sáttur með stigið
Sáttur með stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Þetta var varnarsigur fannst mér, við börðumst fyrir hvorn annan og vörðum mark okkar vel, Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum, fengu eitt færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr því og kannski seinustu 10-15 mínúturnar í leiknum herjuðu þeir mikið á okkur og við náðum alltaf að loka fyrir með hetjulegri frammistöðu og baráttu, náðum svo að skora eitt mark þannig var kærkomið stig, frábært stig fyrir okkur á gríðarlega erfiðum útivelli" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Fannst Gústa þeirra lið hafa gott af Covid pásunni?

"Ég held að enginn hafi haft gott af henni því við vorum ekki að æfa í contact og auðvitað hefur það áhrif á öll liðin og alla leikina en við nýttum hana vel og örugglega Stjarnan líka þannig þetta hjálpaði hvorugu liðinu ekki neitt held ég"

Fannst Gústa að stigin þrjú hefðu átt að vera Gróttumanna?

"Auðvitað vill maður þrjú stig en það hefði kannski verið ósanngjarnt að við hefðum tekið öll þrjú stigin en eitt stig fannst mér vera bara sanngjörn úrslit miðað við hvað við vörðumst vel og lögðum í leikinn, Kalli skoraði markið fyrir okkur og hann getur ekki hætt að skora kallinn þannig við erum gríðarlega sáttir með þetta stig"
Athugasemdir
banner