Lewis-Skelly á blaði fjögurra félaga - Mörg stórlið vilja ungstirni Hertha Berlin - Casemiro gæti fengið nýjan samning - Toney til Englands?
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Lene Terp: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
Andri Lucas: Við erum að verða mjög gott lið
Alli Jói: Ég lít á þetta sem skref upp á við
Jói Berg var ekki sáttur með ákvörðun Arnars: Gríðarlega svekkjandi
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
banner
   fös 14. ágúst 2020 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þetta var varnarsigur
Sáttur með stigið
Sáttur með stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Þetta var varnarsigur fannst mér, við börðumst fyrir hvorn annan og vörðum mark okkar vel, Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum, fengu eitt færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr því og kannski seinustu 10-15 mínúturnar í leiknum herjuðu þeir mikið á okkur og við náðum alltaf að loka fyrir með hetjulegri frammistöðu og baráttu, náðum svo að skora eitt mark þannig var kærkomið stig, frábært stig fyrir okkur á gríðarlega erfiðum útivelli" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Fannst Gústa þeirra lið hafa gott af Covid pásunni?

"Ég held að enginn hafi haft gott af henni því við vorum ekki að æfa í contact og auðvitað hefur það áhrif á öll liðin og alla leikina en við nýttum hana vel og örugglega Stjarnan líka þannig þetta hjálpaði hvorugu liðinu ekki neitt held ég"

Fannst Gústa að stigin þrjú hefðu átt að vera Gróttumanna?

"Auðvitað vill maður þrjú stig en það hefði kannski verið ósanngjarnt að við hefðum tekið öll þrjú stigin en eitt stig fannst mér vera bara sanngjörn úrslit miðað við hvað við vörðumst vel og lögðum í leikinn, Kalli skoraði markið fyrir okkur og hann getur ekki hætt að skora kallinn þannig við erum gríðarlega sáttir með þetta stig"
Athugasemdir
banner
banner
banner