Þrír mega fara frá Man Utd - Barcelona ætlar að styrkja framlínuna - Stiller áfram orðaður við Real Madrid
Útskýrir af hverju hann er orðinn þjálfari Sindra: Ákvað að hætta í janúar
„Vissi að það yrði erfitt að kveðja en varð mun erfiðara en ég átti von á"
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
   fös 14. ágúst 2020 22:08
Arnar Laufdal Arnarsson
Gústi Gylfa: Þetta var varnarsigur
Sáttur með stigið
Sáttur með stigið
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kvöld klukkan 19:15 áttust við Stjarnan og Grótta á Samsung-vellinum í 12. umferð Pepsi-Max deildar karla en leikar enduðu með 1-1 jafntefli eftir fjörugar 90 mínútur.

"Þetta var varnarsigur fannst mér, við börðumst fyrir hvorn annan og vörðum mark okkar vel, Stjarnan náði ekki að skapa sér mikið af færum, fengu eitt færi í fyrri hálfleik og skoruðu úr því og kannski seinustu 10-15 mínúturnar í leiknum herjuðu þeir mikið á okkur og við náðum alltaf að loka fyrir með hetjulegri frammistöðu og baráttu, náðum svo að skora eitt mark þannig var kærkomið stig, frábært stig fyrir okkur á gríðarlega erfiðum útivelli" Sagði Ágúst Gylfason þjálfari Gróttu eftir leik.

Lestu um leikinn: Stjarnan 1 -  1 Grótta

Fannst Gústa þeirra lið hafa gott af Covid pásunni?

"Ég held að enginn hafi haft gott af henni því við vorum ekki að æfa í contact og auðvitað hefur það áhrif á öll liðin og alla leikina en við nýttum hana vel og örugglega Stjarnan líka þannig þetta hjálpaði hvorugu liðinu ekki neitt held ég"

Fannst Gústa að stigin þrjú hefðu átt að vera Gróttumanna?

"Auðvitað vill maður þrjú stig en það hefði kannski verið ósanngjarnt að við hefðum tekið öll þrjú stigin en eitt stig fannst mér vera bara sanngjörn úrslit miðað við hvað við vörðumst vel og lögðum í leikinn, Kalli skoraði markið fyrir okkur og hann getur ekki hætt að skora kallinn þannig við erum gríðarlega sáttir með þetta stig"
Athugasemdir
banner
banner