Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   fös 14. ágúst 2020 21:39
Ívan Guðjón Baldursson
Myndband: Brutu Stjörnumenn reglur í fagnaðarlátunum?
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan gerði jafntefli við Gróttu í Pepsi Max-deild karla í kvöld. Garðbæingar komust yfir í fyrri hálfleik og fögnuðu opnunarmarkinu dátt.

Þeir gerðust þar mögulega sekir um að brjóta reglur sem settar voru á vegna Covid-19 faraldursins hér á landi.

Þeir virtust fyrst vera að grínast með því að þykjast taka í hendurnar á hvorum öðrum en nokkrum sekúndum síðar tókust þeir í hendur og komust nálægt því að faðmast.

Ekki er ljóst hvort reglur hafi verið brotnar eða hvort liðið fái einhverskonar refsingu fyrir. Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner