Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 14. ágúst 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Ragnar Bragi: Verður öðruvísi að mæta ÍA en áður
Ragnar Bragi í bikarleik gegn Fram á dögunum.
Ragnar Bragi í bikarleik gegn Fram á dögunum.
Mynd: Raggi Óla
„Að sjálfsögðu er mikil tilhlökkun að fara aftur á stað ef svo má að orði komast. Þetta voru nú bara tveir leikir sem við misstum af og rétt rúmar tvær vikur síðan við spiluðum síðast þannig þetta gæti hafa verið töluvert verra," segir Ragnar Bragi Sveinsson, fyrirliði Fylkis, en liðið heimsækir ÍA í Pepsi Max-deildinni á morgun.

10. umferðin í Pepsi Max-deildinni fer fram um helgina en boltinn er að byrja að rúlla aftur eftir hlé.

„Leikurinn við ÍA verður spennandi. ÍA eru með góða leikmenn og hörkuþjálfara sem verður gaman að kljást við. Það verður öðruvísi að mæta skagamönnum núna heldur en í fyrra sökum nýs leikstíls þeirra, hinsvegar hafa þeir misst einn besta styrktarþjálfara Evrópu hann Kjartan Guðbrandsson sem gefur okkur byr undir báða vængi."

Ragnar Bragi kinnbeinsbrotnaði í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar í júní en hann sneri aftur á dögunum með grímu. Hann verður áfram með grímu á morgun. „Collab grímann verður á sínum stað í leik helgarinnar en það styttist í að hún fari á hilluna," sagði Ragnar Bragi.

Michael Kedman gekk í raðir Fylkis í vikunni og hann gæti spilað sinn fyrsta leik á morgun.

„Mike er hörkuspilari, snöggur með góða tækni og er mjög ákveðinn í að standa sig. Það er gott að fá góðan leikmann inn, bæði til að styrkja liðið og breiddina enda höfum við verið að lenda í töluverðum skakkaföllum í allt sumar," sagði Ragnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner