Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 14. september 2019 21:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Fati með mark og stoðsendingu er Barca skoraði fimm
Ansu Fati. Hann er 16 ára gamall.
Ansu Fati. Hann er 16 ára gamall.
Mynd: Getty Images
Suarez átti góða innkomu.
Suarez átti góða innkomu.
Mynd: Getty Images
Ödegaard skoraði gegn Atletico.
Ödegaard skoraði gegn Atletico.
Mynd: Getty Images
Barcelona valtaði yfir Valencia þegar liðin mættust í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Hinn 16 ára gamli Ansu Fati hefur vakið mikla athygli í upphafi tímabilsins. Það var hann sem skoraði fyrsta mark leiksins eftir aðeins tvær mínútur. Hann var ekki búinn að segja sitt síðasta því hann lagði upp mark fyrir Frenkie de Jong á sjöundu mínútu.

Fyrsta mark De Jong fyrir Barcelona, en hann var keyptur frá Ajax í sumar.

Kevin Gameiro náði að minnka muninn fyrir Valencia á 27. mínútu og var staðan í hálfleik 2-1. Barcelona spilaði vel í seinni hálfleiknum og gekk frá leiknum. Gerard Pique skoraði á 51. mínútu og á 60. mínútu kom Luis Suarez inn á fyrir Fati.

Suarez hefur verið að glíma við meiðsli, en hann var ekki lengi að láta til sín taka. Hann skoraði nokkrum sekúndum eftir að hann kom inn á og gerði annað mark sitt á 82. mínútu.

Maxi Gomez klóraði í bakkann fyrir Valencia. Lokatölurnar 5-2 fyrir Barcelona sem er með sjö stig í fjórða sæti. Valencia er í 15. sæti með fjögur stig.

Lionel Messi er enn að glíma við meiðsli og var hann ekki með í kvöld.

Atletico Madrid er á toppi deildarinnar með níu stig, en liðið tapaði í dag gegn Real Sociedad, 2-0. Martin Ödegaard gerði fyrra mark Sociedad í leiknum. Sociedad er í sjötta sæti með sjö stig.

Villarreal burstaði Leganes, 3-0. Villarreal er í áttunda sæti með fimm stig. Leganes er á botninum án stiga.

Barcelona 5 - 2 Valencia
1-0 Ansu Fati ('2 )
2-0 Frenkie de Jong ('7 )
2-1 Kevin Gameiro ('27 )
3-1 Gerard Pique ('51 )
4-1 Luis Suarez ('61 )
5-1 Luis Suarez ('82 )
5-2 Maxi Gomez ('90 )

Leganes 0 - 3 Villarreal
0-1 Gerard Moreno ('26 )
0-2 Jonathan Silva ('39 , sjálfsmark)
0-3 Gerard Moreno ('90 )

Real Sociedad 2 - 0 Atletico Madrid
1-0 Martin Odegaard ('58 )
2-0 Nacho Monreal ('61 )

Sjá einnig:
Spánn: Benzema tryggði sigur gegn Levante
Athugasemdir
banner
banner