Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 14. október 2019 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Erum enn í kjörstöðu ef allt fer eins og það á að fara"
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kári Árnason, varnarmaður íslenska landsliðsins, hefur fulla trú á því að Ísland sé í góðum möguleika á að komast á Evrópumótið 2020.

Ísland er sex stigum á eftir Frakklandi og Tyrklandi þegar þrjár umferðir eru eftir í riðlinum.

Ísland mætir Andorra á Laugardalsvelli í kvöld, en á sama tíma mætast Frakkland og Tyrkland. Í þeim leik halda Íslendingar með Frakklandi.

„Staðan er ekkert svört. Við vissum að það yrði erfitt að sækja stig á móti Frökkum, þetta eru Heimsmeistararnir. Fólk þarf aðeins að átta sig á því að við erum enn í kjörstöðu ef allt fer eins og það á að fara."

„Ef Frakkar vinna Tyrki á Stade de France, þá er það undir okkur komið að vinna Tyrki eins og við oft gert áður."

Viðtalið við Kára frá því eftir 1-0 tapið gegn Frakklandi má sjá hér að neðan.
Kári Árna: Með þrjú lið sem gætu barist um Heimsmeistaratitil
Athugasemdir
banner
banner
banner