Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. janúar 2019 13:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Robbie Crawford til IFK Mariehamn (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoski miðjumaðurinn Robbie Crawford er genginn í raðir IFK Marienhamn sem spilar í finnsku úrvalsdeildinni.

Hann gerir eins árs samning í Finnlandi.

Hinn 25 ára gamli Crawford hefur leikið með FH undanfarin tvö ár, en hann skoraði fimm mörk í átján leikjum með FH í Pepsi-deildinni síðastliðið sumar.

Samningur hans við Fimleikafélagið endaði eftir síðustu leiktíð.

„Ég vildi halda honum en hann vildi skoða sína möguleika. Robbie hefur verið góður þjónn og ég var mjög ánægður með hann síðasta sumar," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari FH, við Fótbolta.net á milli jóla og nýárs.

IFK Mariehamn er frá Álandseyjum en liðið varð finnskur meistari árið 2016.

Liðið endaði í tíunda sæti af tólf liðum í finnsku úrvalsdeildinni síðastliðið tímabil.
Athugasemdir
banner
banner
banner