Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. janúar 2019 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Þýski boltinn á SportTV til 2021
Mynd: Getty Images
Sjónvarpsstöðin SportTV hefur keypt sýningarréttinn á þýska boltanum og verður viðureign Hoffenheim og FC Bayern München sýnd í beinni útsendingu á föstudaginn.

Sjónvarpsstöðin hefur sýningarréttinn næstu 30 mánuðina eða til sumarsins 2021.

SportTV hefur áður verið með ítalska boltann og hefur verið að sýna beint frá handbolta, blaki og öðrum íþróttum.

Sigmundur Lárusson, framkvæmdastjóri SportTV, segist vera hæstánægður með samninginn.

„Við munum bjóða áhorfendum uppá fimm til sex leiki í beinni útsendingu hverja helgi," segir Sigmundur.
Athugasemdir
banner
banner