Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 15. janúar 2020 10:46
Magnús Már Einarsson
Gulli Gull um nýtt hlutverk: Ég er sáttur
Gunnleifur Gunnleifsson.
Gunnleifur Gunnleifsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnleifur Gunnleifsson tilkynnti í gærkvöldi að hann muni verða í breyttu hlutverki hjá Breiðabliki á komandi tímabili. Gunnleifur hefur varið mark Breiðabliks undanfarin ár en hann verður varamarkvörður á komandi tímabili og kemur inn í þjálfarateymið. Anton Ari Einarsson, sem kom frá Val í haust, verður aðalmarkvörður.

Sjá einnig:
Anton verður aðalmarkvörður Blika - Breytt hlutverk Gunnleifs

„Þetta hefur vofað yfir lengi. Einhverntímann þarf ég að hætta að spila og vera í því hlutverki sem ég hef verið í. Mér gafst kostur á að gera þetta svona. Ég er rosalega sáttur með það," sagði Gunnleifur í viðtali við Hjörvar Hafliðason í Dr. Football.

„Ég hef lengi vitað að ég þarf að vinna í fótbolta. Ég kann voðalega lítið annað. Ég er góður í fáu en ég er góður í fótboltafræðum og fótbolta. Framtíðin mín liggur í þjálfun. Ég hef verið að þjálfa markmenn í mörg ár og verið að skipta mér að öllu hjá Breiðabliki. Ég hef verið með stórt hlutverk í Breiðbliks liðinu sem fyrirliði og langelsti leikmaðurinn. Ég finn þessa ábyrgð hjá mér."

„Mér gafst kostur á að koma inn í þjálfarateymið hjá Breiðabliki núna og vinna með Óskari (Hrafni Þorvaldssyni), Dóra (Halldóri Árnasyni) og Óla P (Ólafi Péturssyni). Ég verð partur af því og verð leikmaður áfram í öðru hlutverki. Ég er sáttur með það."

„Þetta gefur mér kost á því að koma mér inn í þetta og læra af þessum gaurum sem eru að þjálfa. Ég get verið partur af hópnum líka og dreg fína línu með það. Mér finnst þetta gott move í hjartanu. Ég talaði um þetta við mitt fólk áður en við tilkynntum leikmannahópnum þetta."


Breiðablik tilkynnti í ágúst að félagið myndi fá Anton Ara í sínar raðir eftir tímabilið. Hinn 44 ára gamli Gunnleifur viðurkennir að hann hafi verið pirraður þegar hann heyrði þessar fréttir.

„Ég var pínu pirraður, ég viðurkenni það alveg. Ég hef ekki haft neina samkeppni að viti, án þess að gera lítið úr þeim sem hafa æft og spilað með mér, ég hef alltaf verið tilaður aðalmarkvörður og spilað. Þarna kemur strákur sem á landsleiki og hefur unnið titla. Þá sá ég samkeppni. Fyrir mann sem er 44 ára þá er þetta samt eðlilegasta move í heimi ," sagði Gunnleifur í Dr. Football.

Smelltu hér til að hlusta á viðtalið við Gunnleif í heild í Dr. Football
Athugasemdir
banner
banner
banner