Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 15. febrúar 2020 10:10
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
Bestu og verstu vellirnir og fótboltapólitík á X977 í dag
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Hvaða velli í Pepsi Max-deildinni finnst íslenskum fótboltaáhugamönnum skemmtilegast að heimsækja? Við komumst að því í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 í dag.

Þátturinn er alla laugardaga milli 12 og 14.

Sett var saman dómnefnd og birtum við niðurstöðuna í þættinum, völlunum var raðað frá 1-12.

Nýtt merki KSÍ hefur vakið mikið umtal. Við fáum álit sérfræðings.

Þórir Hákonarson, fyrrum framkvæmdastjóri KSÍ, kemur í heimsókn og ræðir um fótboltapólitíkina. Framundan er ársþing KSÍ.

Þá er stefnan að heyra í einum þjálfara í Pepsi Max-deildinni í lok þáttar.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner
banner