Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
banner
   mán 15. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Howe ætlar að gera allt til að halda Isak
Mynd: EPA
Sænski sóknarmaðurinn Alexander Isak skoraði tvö mörk er Newcastle United vann Tottenham Hotspur 4-0 í ensku úrvalsdeildinni í gær en hann er nú búinn að jafna met Zlatan Ibrahimovic.

Isak er nú kominn með 17 mörk í deildinni á tímabilinu, jafn mörg og Zlatan gerði með Manchester United tímabilið 2016-2017.

Þeir tveir eru því markahæstu Svíar í sögu ensku úrvalsdeildarinnar en Isak mun væntanlega bæta metið á næstu vikum.

Newcastle United gæti þurft að selja mikilvæga leikmenn í sumar vegna fjárhagsreglna deildarinnar en Eddie Howe, stjóri Newcastle, ætlar að gera allt til að halda í Isak.

„Við erum að reyna að byggja lið. Við þurfum að halda í okkar bestu leikmenn. Það er ótrúlega erfitt að ná elítu leikmenn,“ sagði Howe.
Athugasemdir
banner
banner
banner