mið 15. maí 2019 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skagastrákur gerði verkefni með framtíðarstjörnu NBA
Zion gerði reyndar ekki neitt í verkefninu.
Zion gerði reyndar ekki neitt í verkefninu.
Mynd: Getty Images
Zion Williamson er einn umtalaðist körfuboltamaður í heimi um þessar mundir.

Hann er ekki enn kominn í NBA-deildina en allar líkur eru á því að New Orleans Pelicans muni velja hann með fyrsta valrétti í nýliðavali NBA sem fer fram þann 20. júní næstkomandi.

Zion hefur gert góða hluti með Duke-háskólanum og langt er síðan eins mikil spenna var fyrir einum körfuboltamanni.

Það vill stundum þannig til í bandarískum háskólum að þegar íþróttamenn eru rosalega góðir í sinni grein þá hugsa þeir ekki mjög mikið um námið.

Skagamaðurinn Kristófer Daði Garðarson leikur með fótboltaliði Duke og hann þekkir til Zion. Þeir unnu saman að hópaverkefni í skólanum.

„Galið að hafa verið í hópverkefni með gæjanum sem að er að fara að breyta NBA-deildinni eins og hún leggur sig. Hann reyndar mætti aldrei og gerði nákvæmlega ekkert, en það er annað mál. Congrats gaur," skrifar Kristófer, sem á leiki að baki fyrir Kára, á Twitter.

Hann birtir einnig mynd af þeim félögum.


Athugasemdir
banner
banner
banner