Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. maí 2020 10:00
Magnús Már Einarsson
Clattenburg viðurkennir mistök í úrslitaleik Meistaradeildarinnar
Mark Clattenburg.
Mark Clattenburg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Clattenburg, sem dæmdi úrslitaleik Meistaradeildarinnar árið 2016, segir að mistök hafi verið gerð í leiknum þar sem Real Madrid vann Atletico Madrid eftir vítaspyrnukeppni.

Staðan var 1-1 eftir venjulegan leiktíma en Sergio Ramos kom Real Madrid yfir í fyrri hálfleik. Markið hefði ekki átt að standa þar sem Ramos var rangstæður.

„Real Madrid komst í 1-0 í fyrri hálfleik en markið var tæp rangstaða og við áttuðum okkur á þessu í hálfleik. Þetta var erfið ákvörðun og aðstoðarmaður minn missti af þessu," sagði Clattenburg.

„Ég gaf Atletico vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik. Pepe var brjálaður og sagði við mig á fullkominni ensku : 'Aldrei vítaspyrna, Mark.' Ég sagði við hann: ´Fyrsta markið hefði ekki átt að standa.´
Það lét hann þegja."

„Fólki finnst það kannski hljóma furðulega því að tveir rangir dómar verða ekki að einum réttum og dómarar vilja ekki heyra svona en leikmenn vilja það."

„Ég vissi að með því að segja þetta myndi hann taka þessu betur. Hann (Pepe) var pirraður og ekki skemmtilegur fyrir dómara. Þú verður að passa þig stanslaust á honum."


Atletico Madrid birti myndir á Twitter í gær eftir viðtalið við Clattenburg.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner