Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 15. júní 2019 09:17
Elvar Geir Magnússon
Þjálfari Brasilíu skilur baulið frá áhorfendum
Philippe Coutinho.
Philippe Coutinho.
Mynd: Getty Images
Opnunarleikur Suður-Ameríku keppninnar, Copa America, fór fram í nótt en keppnin er sýnd í beinni á Stöð 2 Sport.

Gestgjafar Brasilíu tóku á móti Bólivíu í Sao Paulo. Stuðningsmenn bauluðu á brasilíska liðið eftir markalausan fyrri hálfleik en í seinni hálfleik skoraði liðið þrívegis.

Philippe Coutinho skoraði tvívegis og þá skoraði Everton frábært mark.

Tite, þjálfari Brasilíu, sagðist hafa búist við neikvæðum viðbrögðum frá stuðningsmönnum eftir slaka frammistöðu í fyrri hálfleik.

„Við fundum fyrir þessu, ungu strákarnir fundu það og þjálfarinn líka. Við þurfum að gera okkur grein fyrir því að ef við sækjum og sköpum færi þá munu stuðningsmenn gleðjast. Hjá stórum liðum eru kröfuharðir áhorfendur sem baula þegar þú ert ekki að skila þínu. Þegar bakvörður gefur á miðvörð og hann til baka á markvörð þá er baulað," sagði Tite.

Neymar er ekki með brasilíska liðinu vegna meiðsla en Roberto Firmino, leikmaður Liverpool, byrjaði sem fremsti maður og Fernandinho hjá Manchester City var á miðjunni.

Coutinho, leikmaður Barcelona, skoraði tvö mörk og þá kom hinn 23 ára Everton af bekknum og innsiglaði sigurinn. Everton er sóknarmaður Gremio og var þarna að skora sitt fyrsta landsliðsmark.

Keppnin heldur áfram í kvöld. Venesúela - Perú klukkan 19 (Stöð 2 Sport) og Argentína - Kólumbía klukkan 22 (Stöð 2 Sport 2).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner