Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 15. júní 2021 11:00
Brynjar Ingi Erluson
Fékk hatur á samfélagsmiðlum eftir klúðrið gegn Spánverjum
Marcus Berg
Marcus Berg
Mynd: EPA
Sænski framherjinn Marcus Berg klúðraði dauðafæri í markalausa jafnteflinu gegn Spánverjum en það rigndi yfir hann hatursskilaboðum eftir leikinn. Berg mætti ekki í viðtöl eftir leik en fékk mikinn stuðning frá liðsfélögunum.

Svíar fengu tvö dauðafæri í leiknum en að öðru leiti var spænska liðið í sókn.

Alexander Isak átti fyrra færið sem Marcos Llorente bjargaði á línu og í stöng áður en hann lagði upp seinna færið á Berg sem klúðraði á einhvern ævintýralegan hátt.

Sænskir stuðningsmenn voru fljótir að fara á samfélagsmiðla og á Instagram-síðu Berg til að láta hann heyra það með allskyns fúkyrðum og líflátshótunum.

„Þetta er ótrúlega leiðinlegt. Við vinnum saman og við töpum saman," sagði Isak við Aftonbladet.

„Þetta er ekkert vandamál. Stundum er heppnin með manni og stundum ekki. Því miður hafnaði boltinn ekki í netinu.

Robin Olsen, markvörður Svía, sagði að Berg væri mikilvægur fyrir liðið.

„Þetta er svo fáránlegt. Ég nenni ekki einu sinni að eyða orku í þetta. Ég og allir í liðinu vitum hversu mikilvægur Mackan er fyrir okkur. Að fólk leggist svona lágt er ótrúlegt. Mackan veit að við stöndum með honum," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner