mið 15. júlí 2020 12:17
Magnús Már Einarsson
Arnar Grétars líklega að taka við KA
Arnar Grétarsson.
Arnar Grétarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson hefur verið sterklega orðaður við þjálfarastöðuna hjá KA eftir að ljóst varð að félagið muni skipta um þjálfara.

KA tilkynnti í morgun að Óli Stefán Flóventsson sé hættur sem þjálfari liðsins en liðið hefur fengið þrjú stig í fyrstu fimm leikjum sínum í Pepsi Max-deildinni í sumar og er ennþá án sigurs.

KA á leik gegn Gróttu á heimavelli á laugardaginn en félagið stefnir á að ráða nýjan þjálfara strax í dag.

Arnar Grétarsson þykir líklegastur til að taka við en hann stýrði síðast Roeselare í belgísku B-deildinni. Arnar var ráðinn til Roeselare í fyrrasumar en honum var sagt upp störfum í nóvember eftir fjárhagserfiðleika hjá félaginu og erfitt gengi.

Arnar stýrði Breiðabliki frá 2015 til vorsins 2017 en þá var hann óvænt rekinn eftir einungis þrjár umferðir.

Hinn 48 ára gamli Arnar átti farsælan feril sem landsliðs og atvinnumaður en hann starfaði sem yfirmaður íþróttamála hjá AEK Aþenu í Grikklandi og Club Brugge í Belgíu áður en hann tók við þjálfun Breiðabliks.

Sjá einnig:
Tíu sem gætu tekið við KA
Athugasemdir
banner
banner
banner