Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 15. júlí 2020 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjóri Hull: Særðir og niðurlægðir - Biðst innilegrar afsökunar
Leikmenn Hull CIty voru bugaðir eftir leik
Leikmenn Hull CIty voru bugaðir eftir leik
Mynd: Getty Images
Grant McCann, stjóri Hull City í ensku B-deildinni, baðst innilegrar afsökunar á frammistöðu liðsins í viðtali eftir 8-0 tapið gegn Wigan í gær.

Wigan skoraði sjö mörk á Hull í fyrri hálfleik í gær og bætti svo við áttunda markinu í síðari hálfleik.

Það hefur mikið gengið á bakvið tjöldin hjá Wigan en liðið er að leita að fjárfestum til að koma í veg fyrir að félagið fari í greiðslustöðvun. Líklega verður tekið tólf stig af liðinu og eru leikmenn liðsins að berjast fyrir veru Wigan í deildinni.

Hull, sem er í fallbaráttu, virtist þó ekki vera að berjast fyrir miklu í gær.

„Þetta særði okkur og eina sem ég get gert er að biðja stuðningsmennina afsökunar fyrir hönd allra í búningsklefanum því þetta var langt frá því að vera ásættanlegt. Ég biðst innilegrar afsökunar," sagði Grant McCann.

„Við náðum aldrei flugi. Við fengum á okkur mark snemma leiks og þá varð þetta strax brekka. Við virtumst fá á okkur mark í hvert einasta skipti sem Wigan sótti á okkur. Við stóðum þarna á hliðarlínunni og hugsuðum hvort þetta myndi einhvern tíma taka enda."

„Við mættum ekki til leiks og allir skammast sín í hrúgu. Við erum særðir og höfum lagt svo mikið á okkur á þessu tímabili og að láta afgreiða okkur eins og var gert í dag er óásættanlegt."

„Nei, augljóslega ekki. Það er ekki mikið sem hægt er að segja þegar þú tapar 8-0. Ég verð að fara yfir þetta með leikmönnunum og við verðum að velja lið sem ætlar að ná í þrjú stig gegn Luton á laugardag,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner