Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   lau 15. ágúst 2020 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Pásan hjálpaði okkur að núllstilla okkur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég er virkilega ánægður með heildarleik minna manna," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 dramatískan sigur á Fylki í Pepsi Max-deildinni.

„Við stjórnuðum leiknum. Við héldum boltanum vel á blautum og erfiðum velli, en við vorum að spila fótbolta komumst í ágætis opnanir. Í heildina er ég ótrúlega ánægður og þó þetta hafi verið dramatískt í lokin þá fannst mér þetta vera verðskuldaður sigur."

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Fylkir

Það er búið að vera rúmlega tveggja vikna pása vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við gátum hvílt okkur aðeins. Völlurinn var þungur og erfiður, en við sýndum að pásan hjálpaði okkur að núllstilla okkur þannig að við gætum farið að keyra aftur á liðin á fulla ferð, fara í meiri pressu og færa okkur hærra á völlinn. Það var mikið meiri ákefð í því sem við vorum að gera og það sem ég var sérstaklega ánægður með var ákveðin í varnarfærslunum og varnarvinnunni."

„Fylkismenn eru með mjög öfluga og sterka leikmenn og þar er Valdimar fremstur í flokki. Það er ekki hægt að stöðva allt sem hann gerir en við gerðum það vel að stærstu leyti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner