Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
„Hætt að borða nammi í Tenerife ferðinni þegar hún var tíu ára"
GunnInga í bláa hafinu: Styðjum liðið okkar í blíðu og stríðu
„Eru geggjaðir karakterar og munu bíta fast frá sér“
Tólfan spáir sigri - „Hef bara séð eina Noregstreyju“
Fékk leyfi til að fljúga beint frá Albaníu til Sviss
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
   lau 15. ágúst 2020 19:18
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Kalli: Pásan hjálpaði okkur að núllstilla okkur
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Jóhannes Karl Guðjónsson.
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
„Ég er virkilega ánægður með heildarleik minna manna," sagði Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, eftir 3-2 dramatískan sigur á Fylki í Pepsi Max-deildinni.

„Við stjórnuðum leiknum. Við héldum boltanum vel á blautum og erfiðum velli, en við vorum að spila fótbolta komumst í ágætis opnanir. Í heildina er ég ótrúlega ánægður og þó þetta hafi verið dramatískt í lokin þá fannst mér þetta vera verðskuldaður sigur."

Lestu um leikinn: ÍA 3 -  2 Fylkir

Það er búið að vera rúmlega tveggja vikna pása vegna kórónuveirufaraldursins.

„Við gátum hvílt okkur aðeins. Völlurinn var þungur og erfiður, en við sýndum að pásan hjálpaði okkur að núllstilla okkur þannig að við gætum farið að keyra aftur á liðin á fulla ferð, fara í meiri pressu og færa okkur hærra á völlinn. Það var mikið meiri ákefð í því sem við vorum að gera og það sem ég var sérstaklega ánægður með var ákveðin í varnarfærslunum og varnarvinnunni."

„Fylkismenn eru með mjög öfluga og sterka leikmenn og þar er Valdimar fremstur í flokki. Það er ekki hægt að stöðva allt sem hann gerir en við gerðum það vel að stærstu leyti."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner