þri 15. september 2020 19:53
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Meistaradeildin: Sverrir Ingi lék allan leikinn er PAOK sló Benfica úr leik
Sverrir í landsleik á síðasta ári.
Sverrir í landsleik á síðasta ári.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
PAOK 2 - 1 Benfica
1-0 Dimitris Giannoulis ('63 )
2-0 Andrija Zivkovic ('75 )
2-1 Rafa Silva ('90+4)

PAOK gerði sér lítið fyrir og sló út Benfica í næstsíðustu umferð forkeppni Meistaradeildarinnar í kvöld. PAOK fékk portúgalska liðið í heimsókn og var staðan markalaus í leikhléi.

Mörk frá Dimitris Giannoulis og Andrija Zivkovic tryggðu gríska liðinu sigurinn og farseðilinn í lokaumferðina. Rafa Silva minnkaði muninn í uppbótartíma fyrir gestina en það mark kom of seint og tókst Benfica ekki að jafna. Í lokaumferðinni mætir PAOK rússneska liðinu Krasnodar í úrslitaleik um hvort liðið fer í riðlakeppni keppninnar.

Sverrir Ingi Ingason var á sínum stað í vörn PAOK sem var í þriggja miðvarða kerfi ef upplýsingar Flashscore eru réttar, Sverrir lék allan leikinn.


Athugasemdir
banner
banner