Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 15. september 2021 22:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hrósar Origi - „Fólk horfir ekki nægilega mikið á fótbolta"
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, hrósaði sóknarmanninum Divock Origi eftir sigurinn á AC Milan í kvöld.

Það kom á óvart að sjá Origi í byrjunarliðinu þar sem hann hefur ekki fengið mikið hlutverk síðustu mánuði.

Klopp var ánægður með belgíska framherjann og skilur ekki af hverju það komu engin almennileg tilboð í hann í sumar.

„Divock spilaði stórkostlega. Hann fékk krampa, sem er eðlilegt," sagði Klopp eftir leikinn.

„Fólk gleymir því hversu góður hann er. Það er erfitt að koma honum inn í þetta lið. Við héldum að það kæmu tilboð í hann í sumar, en það er augljóst að fólk horfir ekki nægilega mikið á fótbolta," sagði sá þýski jafnframt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner