Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 15. október 2020 09:37
Magnús Már Einarsson
Pogba vill fara frítt til Barcelona - Allegri til Man Utd?
Powerade
Paul Pogba hefur oft komið við sögu í slúðurpakkanum undanfarin ár.
Paul Pogba hefur oft komið við sögu í slúðurpakkanum undanfarin ár.
Mynd: Getty Images
Ensku slúðurblöðin eru mætt með fullt af skemmtilegum kjaftasögum. Njótið!



Paul Pogba (27) miðjumaður Manchester United vill fara frítt til Barcelona næsta sumar. (Mundo Deportivo)

Juventus er að undirbúa tilboð í Kylian Mbappe (21) hjá PSG en hann gæti orðið dýrasti leikmaður sögunnar. (ESPN)

Mesut Özil (31) hafnaði félagi í Sádi-Arabíu sem bauð honum 200 þúsund pund í laun á viku. Özil er með 350 þúsund pund á viku hjá Arsenal. (Express)

Antonio Rudiger (27) segist vilja vinna sér aftur sæti í liði Chelsea eftir að honum mistókst að fara frá félaginu í sumar. (Athletic)

Chelsea ætlar að hefja viðræður um nýjan samning við Jorginho (28) en hann hefur verið orðaður við Arsenal. (AreaNapoli)

Massimiliano Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, gæti tekið við Manchester United ef Ole Gunnar Solskjær verður rekinn. (Express)

Juventus ætlar að reyna að framlengja samning sinn við Paulo Dybala (26) en Chelsea hefur áhuga á að fá hann í sínar raðir. (Tuttomercato)

Manchester United kom ekki með nein tilboð í Kingsley Coman (24) kantmann Bayern Munchen í sumar að sögn þýska félagsins. (Bild)

Roma býðst að fá Sead Kolasinac (27) varnarmann Arsenal. (Corriere dello Sport)

Andre Ayew (30) kantmaður Swansea mun mögulega ekki fara til Brighton þar sem laun hans eru of há. (Sun)

Juventus hefur blandað sér í baráttuna um David Alaba (28) hjá Bayern Munchen. (Sportmediaset)

Liverpool er tilbúið að leyfa Harry Wilson að fara aftur á lán en félagið hefur þó hafnað fyrsta lánstilboði frá Swansea. (Athletic)

Wilson (23) er einn af fimm leikmönnum sem Liverpool er að reyna að losa sig við. (Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner