Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. nóvember 2022 22:31
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Camavinga gerði út um HM drauma Nkunku
Mynd: EPA

Christopher Nkunku leikmaður RB Leipzig og franska landsliðsins verður ekki með þjóð sinni á HM eftir að hann meiddist á síðustu æfingu liðsins áður en liðið hélt til Katar.


Nkunku og Eduardo Camavinga börðust um boltann en Camavinga fór harkalega í Nkunku sem varð til þess að hann lá sárþjáður eftir.

Það var greint frá því fyrr í kvöld að hann færi í nánari skoðun en nú hefur franska knattspyrnusambandið staðfest að hann verði ekki með í Katar vegna meiðsla.

Nkunku er 25 ára en hann hefur leiki 8 landsleiki og lagt upp tvö mörk.


Athugasemdir
banner
banner
banner