Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jói Berg: Við viljum lyfta Eystrasaltsbikarnum
Jóhann Berg Guðmundsson.
Jóhann Berg Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland hefur leik á morgun í Eystrasaltsbikarnum (Baltic Cup) er við mætum Litháen í undanúrslitunum.

Jóhann Berg Guðmundsson, leikmaður Burnley á Englandi, er mættur aftur í hópinn eftir nokkra fjarveru vegna meiðsla. Hann er spenntur fyrir þessu móti.

„Það er gaman að koma aftur. Það er langt síðan ég var hér síðast," segir Jóhann Berg í samtali við KSÍ TV.

„Mér líst mjög vel á þetta mót. Það er alltaf skemmtilegra þegar það er eitthvað undir. Æfingaleikir geta verið leiðinlegir og það er skemmtilegra þegar það er eitthvað undir eins og í Baltic Cup. Við viljum komst í úrslitaleikinn."

Það kryddar upp á þetta að það sé verðlaunagripur í boði fyrir sigurliðið.

„Við viljum lyfta Baltic Cup, það er klárt mál. Vonandi vinnum við Litháen og komum okkur í næsta leik."

Hægt er að sjá viðtalið í heild sinni hér fyrir neðan en þar ræðir Jói Berg um stöðuna á sjálfum sér. Hann segist vera á mjög góðum stað.


Athugasemdir
banner
banner
banner