Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 17:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Kristín Erna verður áfram í herbúðum ÍBV
Krístín Erna og Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
Krístín Erna og Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.
Mynd: ÍBV
Kristín Erna Sigurlásdóttir hefur framlengt samning sinn við knattspyrnudeild ÍBV um eitt ár og kemur til með að leika með ÍBV í Bestu deildinni árið 2023.

Kristínu þarf ekki að kynna fyrir Vestamannaeyingum þar sem hún hefur leikið 297 KSÍ leiki á ferlinum og langflesta þeirra fyrir ÍBV. Hún hefur skorað í þeim 149 mörk og skoraði hún sitt 50. mark í efstu deild í ár.

„Kristín hefur einnig verið í þjálfun yngri flokka í Vestmannaeyjum og er fólk innan knattspyrnudeildarinnar mjög ánægt með að tryggja sér krafta Kristínar á komandi leiktíð," segir í tilkynningu ÍBV.

Í sumar endaði ÍBV í sjötta sæti Bestu deildarinnar en það voru þjálfarabreytingar eftir leiktíðina.

Jonathan Glenn var rekinn frá ÍBV og tók við Keflavík. Í staðinn var Búlgarinn Todor Hristov ráðinn til starfa hjá ÍBV og þjálfar hann liðið á næstu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner