Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 15. nóvember 2022 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leikmenn Austurríkis koma Rangnick til varnar
Ralf Rangnick.
Ralf Rangnick.
Mynd: EPA
Xaver Schlager og Christoph Baumgartner, leikmenn austurríska landsliðsins, hafa komið landsliðsþjálfara sínum Ralf Rangnick til varnar eftir að Cristiano Ronaldo skaut á hann í viðtali við Piers Morgan.

„Eftir að Ole Gunnar var rekinn þá fá þeir Ralf Rangnick, sem hefur verið yfirmaður íþróttamála, sem er eitthvað sem enginn skilur. Þessi gaur er ekki einu sinni þjálfari," sagði Ronaldo um Rangnick.

Ole Gunnar Solskjær fékk sparkið snemma á síðasta tímabili og var ákveðið að fá Rangnick til að stýra liðinu út leiktíðina á meðan United leitaði að arftaka hans.

Rangnick hefur síðustu ár verið mest megnis á bakvið tjöldin og unnið sem yfirmaður á þróunarsviði hjá Red Bull þar sem hann hefur séð til þess að lið á vegum fyrirtækisins séu að framleiða framtíðarfótboltamenn. Hann hefur þó líka þjálfað mikið og er í dag landsliðsþjálfari Austurríkis.

„Það kom ekki bara mér á óvart að stórt félag eins og Manchester United hafi ráðið hann, heldur öllum heiminum. Ef þú ert ekki einu sinni þjálfari, hvernig stendur á því að þú sért að taka við Manchester United? Ég hafði aldrei heyrt nafn hans getið."

Leikmenn Rangnick hjá Austurríki hafa komið honum til varnar. Schlager, sem leikur með RB Leipzig, segir að Rangnick - sem er mikill hugsuður - hafi haft mikil áhrif á fótboltann í Austurríki.

„Hann hefur náð árangri hvert sem hann hefur farið. Hann er mikill fagmaður og hefur breytt fótboltanum," segir Schlager við Der Standard. Rangnick vill spila hápressufótbolta og telur Schlager að það hafi verið erfitt fyrir Ronaldo að aðlagast því.

Baumgartner tók í sama streng og segir Rangnick vera frábæran þjálfara.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner