Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lennon leggur skóna á hilluna
Aaron Lennon.
Aaron Lennon.
Mynd: Getty Images
Fyrrum enski landsliðsmaðurinn Aaron Lennon hefur tekið þá ákvörðun að leggja skóna á hilluna.

Lennon, sem er 35 ára, hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Burnley síðasta sumar.

Lennon, sem er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Tottenham, lék 21 A-landsleik fyrir England. Hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2006 og þann síðasta árið 2013.

„Ég skoðaði mína möguleika en fann engan sem mér fannst réttur fyrir mig og fjölskyldu mína."

Hann segist hafa elskað hverja einustu mínútu á ferlinum en núna er kominn tími á að gera eitthvað annað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner