Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
banner
   þri 15. nóvember 2022 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Liverpool og Man City að eltast við svissneskan framherja
Noah Okafor.
Noah Okafor.
Mynd: EPA
Það er möguleiki á því að sóknarmaðurinn Noah Okafor muni yfirgefa herbúðir Red Bull Salzburg í janúar.

Og hann er svo sannarlega eftirsóttur.

Hann mun leika á HM í Katar með Sviss og er það í forgangi hjá honum, en Sky í Þýskalandi greinir frá því að félög á borð við AC Milan, Manchester City og Liverpool séu með augastað á honum.

Það er minnst á það að Manchester United sé ekki í baráttunni um leikmanninn.

Hinn 22 ára gamli Okafor, sem hefur skorað tíu mörk í 22 leikjum á tímabilinu, mun kosta á milli 35 til 40 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner