Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 15. nóvember 2022 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nú með tvo bestu markverðina frá því í sumar - Holl og góð samkeppni
Í leik með Gróttu á tímabilinu.
Í leik með Gróttu á tímabilinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var tilkynnt í morgun að Fylkir hefði samið við markvörðinn Jón Ívan Rivine til tveggja ára.

Jón Ívan var á bekknum í liði ársins í Lengjudeildinni þar sem hann átti flott sumar með Gróttu. Ólafur Kristófer Helgason, aðalmarkvörður Fylkis á síðasta tímabili, varði mark úrvalsliðsins.

Jón Ívan er 26 ára gamall og var með lausan samning hjá Gróttu. Hann á að baki 73 deildarleiki á ferlinum.

Það vekur athygli að Fylkir verði með tvo bestu markverði Lengjudeildarinnar frá því í sumar í sínu liði í Bestu deildinni á næstu leiktíð. Vöknuðu upp einhverjar spurningar hjá undirrituðum um það að Ólafur Kristófer væri mögulega á leið í atvinnumennsku en Hrafnkell Helgi Helgason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá Fylki, segir svo ekki vera eins og staðan er núna. Samningurinn við Jón Ívan muni auka samkeppnina og það sé hollt.

„Við erum að fá samkeppni um markvarðarstöðuna. Við vorum með strák úr 2. flokki á bekknum í sumar. Þeim í 2. flokki vantar markvörð á æfingar og slíkt, og þetta er til þess að fá fleiri markverði í félagið," segir Hrafnkell.

„Jón stóð sig mjög vel í Lengjudeildinni í sumar... við erum með frábæran markvörð í Óla en það er líka hollt að hafa góða samkeppni."

Hrafnkell segir að þetta sé líka gert til að auka gæði æfinga í 2. flokki, hafa markverði þar inni á æfingum.
Athugasemdir
banner
banner
banner