þri 15. nóvember 2022 12:49
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Segist hafa verið að fagna árangri Íslands - „Barnalegir hálfvitar"
Úr leik Íslands og Englands á EM 2016..
Úr leik Íslands og Englands á EM 2016..
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Simon Jordan, sérfræðingur hjá útvarpsstöðinni Talksport, liggur yfirleitt ekki á skoðunum sínum.

Hann fékk nýverið framherjann Hal Robson-Kanu, sem lék síðast með West Brom á Englandi, í viðtal til sín. Robson-Kanu lék með Wales á EM 2016, en þar kom liðið öllum á óvart með því að fara í undanúrslit.

Jordan var ekki par sáttur við Robson-Kanu og kallaði hann lið Wales frá 2016 „barnalega hálfvita".

Það gerði hann út af fagnaðarlátum þeirra er Ísland vann England í 16-liða úrslitunum á mótinu. Hér fyrir neðan má sjá myndband af þeim.

Þetta pirrar Jordan enn sex árum eftir að þetta gerðist. „Mér fannst þetta barnalegt. Ég horfði á þetta og hugsaði með mér: 'Þetta eru barnalegir hálfvitar'."

Robson-Kanu var ósammála og benti Jordan á það að liðið hefði ekki verið að fagna tapi nágranna sinna frá Englandi. Það væri alls ekki raunin.

„Við vorum að fagna árangri Íslands. Það bjóst enginn við því að þeir myndu afreka þetta."

Jordan svaraði: „Þið voruð ekki að gera það. Þið voru að gera grín að Englandi."

Hægt er að sjá myndbandið hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner