Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 15. nóvember 2022 11:07
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tvennar sögur um fund Ronaldo með Bayern - Tuchel gert að yfirgefa Bretland
Powerade
Viðtalið við Ronaldo verður birt á morgun og fimmtudag.
Viðtalið við Ronaldo verður birt á morgun og fimmtudag.
Mynd: EPA
Mudryk hefur heillað.
Mudryk hefur heillað.
Mynd: EPA
Marcus Thuram er undir smásjá margra félaga.
Marcus Thuram er undir smásjá margra félaga.
Mynd: Getty Images
Út af Brexit þarf Tuchel að fara frá Bretlandi í desember.
Út af Brexit þarf Tuchel að fara frá Bretlandi í desember.
Mynd: EPA
Það er komið að slúðrinu á þriðjudegi. BBC tekur allt það helsta saman og er pakkinn í boði Powerade.



Manchester United gæti rift samningi sínum við Cristiano Ronaldo (37) en félagið ætlar að bíða eftir að viðtalið umtalaða við Piers Morgan hefur allt verið sýnt áður en ákvörðun verður tekin. (Telegraph)

Chelsea gæti endurvakið áhuga sinn á Ronaldo frá því sumar. Þáverandi stjóri félagsins, Thomas Tuchel, er sagður hafa komið í veg fyrir að þau skipti hafi gengið í gegn. (CBS)

Ronaldo og umboðsmaður hans funduðu með ráðamönnum hjá Bayern Munchen í síðustu viku (Mail)

Napoli mun líklega bjóða Kvicha Kvaratskhelia (21) nýjan samning eftir góða byrjun á tímabilinu. (Il Mattino)

Christian Falk hjá Bild segir það hins vegar ekki rétt að forráðamenn Bayern hafi fundað með Ronaldo. (Bild)

Manchester United hefur bæst við í kapphlaupið um Mykhaylo Mudryk (21) kantmann Shakhtar. Arsenal hefur sterklega verið orðað við kappann. Erik ten Hag, stjóri United, hefur haft áhuga á Mudryk síðan hann var stjóri Ajax. (Sun)

Mudryk sagði í viðtali Vlada Sedan sem er eiginkona Oleksandr Zinchenko, leikmanns Arsenal, að hann myndi frekar vilja vera byrjunarliðsmaður hjá Arsenal en að sitja á bekknum hjá Real Madrid. Mudryk vill ræða við Mikel Arteta áður en hann tekur ákvörðun. (Metro)

Edouard Mendy (30) markvörður Chelsea er að skoða sína framtíð hjá félaginu. Hann missti sæti sitt til Kepa Arrizabalaga fyrr á tímabilinu. (Mail)

Liverpol hefur áhuga á Alberto Moleiro (19) miðjumanni Las Palmas. Barcelona og Man City hafa einnig áhuga. (Express)

Roma gæti hlustað á tilboð í framherjann Tammy Abraham (25). (Calciomercato)

Tottenham fylgdist með Marcus Thuram (25) hjá Gladbach og Youssoufa Moukoko (17) hjá Dortmund í leik liðanna síðastliðið föstudagskvöld. (90min)

Liverpool og Arsenal hafa einnig áhuga á Thuram sem verður samningslaus eftir tímabilið. Í gær var hann kallaður inn sem 26. maður í franska landsliðshópnum fyrir HM. Hann hefur verið sterklega orðaður við Bayern. (90min)

Chelsea hefur trú á því að samkomulag við RB Leipzig um Christopher Nkunku (25) sé í höfn. Chelsea vill fá hann í janúar eða næsta sumar. (90min)

Man City ætlar að ræða við umboðsmann Bernardo Silva (28) á meðan HM er í gangi. City er meðvitað um að Bernardo vill fara til Barcelona. (Mundo Deportivo)

Julen Lopetegui, stjóri Wolves, segir að eigendur félagsins hafi áhyggjur af því að liðið gæti fallið. Eigendurnir ætli því að rífa upp veskið og reyna styrkja liðið í janúar. (Telegraph)

Cody Drameh (20) hægri bakvörður Leeds er að vekja athygli Newcastle, Lille, Dortmund og Leverkusen. (Fabrizio Romano)

Thomas Tuchel, sem var rekinn frá Chelsea í september, þarf að yfirgefa Bretland í desember út af Brexit reglum, en tveir af þjálfurum hans - Zsolt Low og Benjamin Low - mega vera áfram því þeir eru tæknilega séð enn samningsbundnir Chelsea. (Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner