Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 15. nóvember 2022 19:40
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Vorum hræddir við að segja að við ætluðum að vinna"
Mynd: EPA

Harry Kane framherji enska landsliðsins segir að enska landsliðið hafi verið hrætt við að koma með yfirlýsingar fyrir stórmót í fortíðinni. England vann síðast stórmót árið 1966 en þá var HM haldið á Englandi.


„Við verðum að trúa því að við getum unnið. Ég horfi 10-15 ár til baka og það var eins og við værum hræddir við að segja að við vildum vinna," sagði Kane.

„Ein af helstu breytingunum hjá okkur síðustu 4-5 ár undir stjórn Southgate er sú að við erum ekki hræddir við að segja það. Við ætlum á mótið til að vinna það því við trúum því að við getum það. Það væri rangt að hugsa öðruvísi."

Hann segist gera sér grein fyrir því að verkefnið sé eriftt en hann sjái engann tilgang í því að mæta ef stefnan er ekki sett á sigur.


Athugasemdir
banner
banner