Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 16. febrúar 2020 23:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guendouzi var hent út úr hóp
Matteo Guendouzi.
Matteo Guendouzi.
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta, þjálfari Arsenal, tók þá ákvörðun fyrir leikinn gegn Newcastle í dag að vera ekki með Matteo Guendouzi í leikmannahóp sínum.

Arteta viðurkenndi eftir leik að það hefði verið „taktísk ákvörðun" að velja Guendouzi ekki í hópinn.

Á vefsíðu Mirror kemur fram að Guendouzi hafi ekki hrifið Arteta í æfingaferð í Dúbaí og spænski þjálfarinn hafi verið að senda skýr skilaboð með liðsvali sínu í dag.

Arsenal vann öruggan 4-0 sigur á Newcastle og sagði Arteta eftir leik að Dani Ceballos hefði verið maður leiksins. Miðjumaðurinn Ceballos kom inn í liðið fyrir þennan leik eftir að hafa staðið sig vel á æfingasvæðinu.

Guendouzi, sem er 21 árs, hefur leikið 28 leiki í öllum keppnum með Arsenal á tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner