Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Heiða Ragney Viðarsdóttir (Stjarnan)
Mynd: Egill Bjarni Friðjónsson
Bryndís Lára
Bryndís Lára
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrún Ösp
Sigrún Ösp
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Harpa Jóhanns
Harpa Jóhanns
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Lára Kristín
Lára Kristín
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lára Hallgríms
Lára Hallgríms
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heiða Ragney er djúpur miðjumaður sem leikið hefur allan sinn feril með Þór/KA. Hún söðlaði um í vetur og mun leika með Stjörnuna í Pepsi Max-deildinni.

Heiða hefur þá einnig leikið með háskólaliði í Bandaríkjunum. Hún lék á sínum tíma fimm unglingalandsleiki og á að baki 91 leik í deild, bikar og Meistarakeppni KSÍ. Í þeim hefur hún skorað þrjú mörk. Í dag sýnir Heiða á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Heiða Ragney Viðarsdóttir

Gælunafn: Heidi

Aldur: 25 ára

Hjúskaparstaða: Einhleyp

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: 2011 í lengjunni á móti Stjörnunni

Uppáhalds drykkur: Coke

Uppáhalds matsölustaður: Rub23

Hvernig bíl áttu: Keyri um á Kia Picanto

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Range-a frá GOT yfir í stutta grínþætti. Er að horfa á Parks & Recreations núna

Uppáhalds tónlistarmaður: Undanfarið hefur Matt Maeson verið mikið á fóninum

Uppáhalds hlaðvarp: Í Ljósi sögunnar og svo er Fantasíusvítan nýja æðið mitt. Lilja og Unnur eru snillingar, fyndnar og málefnalegar

Fyndnasti Íslendingurinn: Helga Braga er funny

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Lúxus dýfu, þrist og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Status

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Efast um að ég færi í annað lið úti á landi annað en Þór/KA

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Quinn sem spilar fyrir Kanadíska landsliðið, fyrrum leikmaður Duke

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Jónsi og Bojana lögðu allavega allan þann grunn sem ég er með í dag

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Get ímyndað mér að það verði illa pirrandi að spila á móti þeim stöllum Huldu Björg og Örnu Sif í sumar, tuð meistarar báðar tvær

Sætasti sigurinn: Junior year í USA vinnum við besta liðið í okkar conference alveg óvænt í 4-liða úrslitum. Skoruðum golden goal í double over time, hef aldrei upplifað önnur eins fagnaðarlæti. Enduðum að vinna conference og spila á móti Duke í 64-liða úrslitum NCAA.

Mestu vonbrigðin: Töpuðum sophomore year í 32-liða úrslitum eftir að hafa verið 3-0 yfir í hálfleik, enduðum á því að tapa 4-3

Uppáhalds lið í enska: Man Utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Hörpu Jóhannsdóttir

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Margir efnilegir leikmenn að norðan að koma upp, verður gaman að fylgjast með Karlottu Björk Andradóttir

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Ívar Örn Árnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Rut Matthíasardóttir

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Elska Modric

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sögur segja að Aníta sé svakaleg

Uppáhalds staður á Íslandi: Heima hjá mömmu og pabba í 603

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ég hef alltof oft dottið um mig sjálfa í leik

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Neibb

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Tek svona dellu tímabil fyrir ýmsum íþróttum

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas x

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Tungumálin flæktust fyrir mér, íslenska, danska og franska

Vandræðalegasta augnablik: Ég fagnaði aðeins of mikið marki sem fór víst í hliðarnetið og liðsfélagi minn þurfti að öskra á mig að hættu þessum fagnaðarlátum og halda áfram

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Sigrún Ösp (Gróttu), Láru Hallgríms (HK) og Bryndísi Láru (Víking), yrði aðeins of mikil steik

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Æfði dans til 15 ára aldurs, þar til mfl ferillinn byrjaði

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Lára Kristín Pedersen. Vissi ekki við hverju ég átti að búast, einstakt eintak á besta mögulega hátt

Hverju laugstu síðast: Mætti ljúga meira er aðeins of hreinskilin

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Færa mörk

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Væri til í að heyra söguna á bak við Yoda tattóið hjá Katrín Ómars


Arna Sif reynir að komast fyrir skot, þá má líka sjá hinn tuð meistarann í svörtu (Hulda Björg).
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner