Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   fös 16. apríl 2021 08:30
Aksentije Milisic
Scholes segir Man Utd að kaupa framherja - Hargreaves ekki sammála
Verður Cavani áfram?
Verður Cavani áfram?
Mynd: Getty Images
Paul Scholes, fyrrverandi leikmaður Manchester United, segir að sitt gamla félag eigi að kaupa heimsklassa framherja næsta sumar.

Edinson Cavani er eini alvöru framherji Man Utd að mati Paul Scholes og enn er óljóst hvort hann verði áfram hjá félaginu.

Scholes segir að Marcus Rashford og Mason Greenwood séu betri á kantinum og því á United samkvæmt Scholes, að einbeita sér að því að kaupa framherja.

„Þeir eru með góða sóknarmenn en eru þeir með pjúra framherja? Þeir líta betur út á vængnum," sagði Scholes.

„Cavani hefur aðeins byrjað 15 leiki. Geta þeir haldið honum? Það mun kosta peninga en á endanum verða þeir að kaupa framherja."

Owen Hargreaves er ekki sammála Scholes og segir að félagið eigi frekar að eyða peningnum í aðrar stöður.

„Augljóslega vilja allir Harry Kane eða Erling Haaland. En United á að eyða peningnum í eitthvað annað. Þeir gætu eytt þessum pening í þrjá aðra leikmenn í mikilvægum stöðum."

„Cavani gæti skorað 25 mörk á næsta tímabili ef hann spilar reglulega."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner