fös 16. apríl 2021 19:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Viðar dýrasti sóknarmaðurinn í Fantasy
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Norska úrvalsdeildin á að hefjast eftir um þrjár vikur en tíu af 16 liðum deildarinnar eru með alla vega einn Íslending í sínum röðum.

Það er spilaður Fantasy fótbolti í norsku úrvalsdeildinni, rétt eins og í Pepsi Max-deildinni hér á Íslandi og í ensku úrvalsdeildinni.

Fantasy er skemmtilegur leikur þar sem spilararar velja sér lið og fá svo stig fyrir það hvernig leikmennirnir í liðinu standa sig í raunveruleikanum.

Viðar Örn Kjartansson er dýrastur af öllum sóknarmönnunum í leiknum en hann kostar 11,5 milljónir. Hann er dýrastur ásamt Ohi Omoijuanfo, sóknarmanni Molde. Viðar, sem leikur með Vålerenga, er þá þriðji vinsælasti sóknarmaðurinn í leiknum. Hann er valinn af 25,6 prósent spilurum.

Björn Bergmann Sigurðarson er næst dýrastur; kostar 10 milljónir og er valinn af 6,6 prósent spilara. Björn spilar með Molde.

Alfons Sampsted, leikmaður Bodö/Glimt, kostar 5,5 milljónir og er valinn af 6,8 prósent þeirra sem taka þátt í leiknum.

Þessir þrír leikmenn eru vinsælastir af Íslendingum deildarinnar. Vinsælastur af öllum er Christian Borchgrevink, bakvörður Vålerenga, sem er valinn af rúmlega 47 prósent spilara. Dýrastur er Magnus Wolff Eikrem, miðjumaður Molde, sem kostar 12,5 milljónir.

Hægt er að nálgast leikinn hérna.

Sjá einnig:
Hamsik dýrastur í Fantasy - Ísak dýrastur af Íslendingum
Draumaliðsdeild Eyjabita opnuð - Tíunda skipti í röð
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner