Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 16. apríl 2022 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dyche fær vel borgað
Sean Dyche.
Sean Dyche.
Mynd: Getty Images
Það kom gífurlega á óvart þegar Sean Dyche var rekinn frá Burnley í gær eftir tíu ár í starfi.

Dyche hefur verið stjóri Burnley frá árinu 2012 en á þeim tíma hefur hann tvisvar komið liðinu upp í úrvalsdeildina. Hann hefur núna haldið liðinu uppi síðan 2016.

Burnley er í fallsæti en það bjóst samt sem áður enginn við því að hann yrði rekinn eftir allt það sem hann hefur gert fyrir félagið. Það er líka ekki mikill tími fyrir annan stjóra til að koma inn og hafa mikil áhrif á hlutina.

Daily Mail segir frá því að Dyche sé enn í viðræðum við Burnley varðandi lokagreiðslu sem hann mun fá frá félaginu. Dyche gerði fyrr á tímabilinu nýjan samning við Burnley til 2025 og því á hann mikinn pening inni hjá félaginu.

Að sögn götublaðsins, þá var samningurinn upp á 15 milljónir punda og því kemur Dyche til með að fá góða greiðslu.
Athugasemdir
banner
banner