Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   fim 16. maí 2019 18:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dybala ekki ánægður hjá Juventus og vill fara
Mynd: Getty Images
Argentínumaðurinn Paulo Dybala vill yfirgefa Juventus í sumar. Þetta segir bróðir hans.

Hinn 25 ára gamli Dybala hefur unnið fjóra Ítalíumeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla á fjórum árum hjá Juventus, en bróðir hans og umboðsmaður segir að hann sé ekki lengur ánægður hjá félaginu.

Hlutverk Dybala hefur minnkað eftir komu Cristiano Ronaldo og hefur hann aðeins skorað fimm deildarmörk á tímabilinu sem fer senn að klárast.

„Það eru miklar líkur á því að Paulo fari frá Juventus. Hann þarf breytingu," sagði Gustavo, bróðir hans og umboðsmaður, við argentíska útvarpsþáttinn Futbolemico.

„Hann er ekki lengur ánægður eins og margir aðrir leikmenn Juventus. Hann er ekki eini leikmaðurinn sem mun fara."

Manchester United er á meðal þeirra félaga sem er sagt hafa áhuga á Dybala.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner