Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   mán 16. maí 2022 23:59
Brynjar Ingi Erluson
Völdu lið tímabilsins á Englandi - Kane og Son hjá báðum
Harry Kane og Son-Heung Min eru í liði tímabilsins hjá þeim Carragher og Neville
Harry Kane og Son-Heung Min eru í liði tímabilsins hjá þeim Carragher og Neville
Mynd: EPA
Carragher valdi Joel Matip og Van Dijk
Carragher valdi Joel Matip og Van Dijk
Mynd: EPA
Gary Neville og Jamie Carragher, sparkspekingar á Sky Sports, völdu lið tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni í þættinum Monday Night Football í kvöld.

Man City og Liverpool hafa verið í stórskemmtilegri baráttu um titilinn í ár og tapað fáum stigum en úrslitin munu að öllum líkindum ráðast í lokaumferðinni.

Eins og staðan er núna er Man City með fjögurra stiga forystu á Liverpool en þeir rauðklæddu mæta Southampton á morgun og geta minnkaði það niður í eitt stig fyrir lokaumferðina.

Carragher og Neville völdu lið tímabilsins í kvöld en þeir voru sammála um nokkur nöfn. Byrjum á liðinu hans Neville.

Kyle Walker, Ruben Dias, Rodri, Bernardo Silva og Kevin de Bruyne eru allir í liðinu. Hjá Liverpool má finna Alisson, Virgil van Dijk, Andy Robertson og Mohamed Salah.

Tottenham fær tvo. Harry Kane og Son Heung-Min. Kane var svolítið seinn í gang en er nú með 16 mörk og 8 stoðsendingar á meðan Son er með 21 mark og 9 stoðsendingar.

Carragher var ekki alveg sammála Neville. Hann valdi fimm frá Liverpool, þá Alisson, Trent Alexander-Arnold, Joel Matip, Virigl van Dijk og Mohamed Salah.

Þrír koma frá Man City, þeir Joao Cancelo, Kevin de Bruyne og Bernardo Silva. West Ham fær fulltrúa í Declan Rice og þá eru þeir Kane og Son einnig í liðinu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner