Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   sun 16. júní 2019 21:11
Ívan Guðjón Baldursson
EM U21: Federico Chiesa afgreiddi Spán
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Tveimur fyrstu leikjum EM U21 árs landsliða er lokið. Mótið er haldið á Ítalíu og eru heimamenn í sannkölluðum dauðariðli ásamt Spáni, Póllandi og Belgíu.

Ítalir mættu Spánverjum í kvöld og skoraði Dani Ceballos, sem lék 23 deildarleiki fyrir Real Madrid á nýliðnu tímabili, fyrsta markið strax á níundu mínútu með glæsilegu skoti frá vítateigslínunni. Ceballos var valinn besti leikmaður EM 2017 þegar Spánn endaði í öðru sæti.

Ítalir voru þó engu síðri en Spánverjar og skoraði Federico Chiesa laglegt jöfnunarmark á 36. mínútu. Hann nýtti sprengikraftinn sinn til að komast fyrir aftan vörnina og skoraði úr afar þröngu færi. Hann þrumaði knettinum eins fast og hann gat í nærhornið og kom markverðinum þannig að óvörum.

Chiesa kom heimamönnum yfir í síðari hálfleik og gerði Lorenzo Pellegrini svo út um leikinn með marki úr vítaspyrnu á 82. mínútu. Niðurstaðan verðskuldaður 3-1 sigur Ítalíu.

Lið Ítalíu og Spánar voru stjörnum prýdd í kvöld en þar mátti finna menn á borð við Nicolo Barella, Nicolo Zaniolo, Moise Kean, Jesus Vallejo, Fabian Ruiz, Borja Mayoral og Mikel Oyarzabal.

Ítalía 3 - 1 Spánn
0-1 Dani Ceballos ('9)
1-1 Federico Chiesa ('36)
2-1 Federico Chiesa ('64)
3-1 Lorenzo Pellegrini ('82, víti)

Pólland og Belgía mættust einnig í fyrstu umferð en ekki jafn mikið af þekktum nöfnum þar.

Belgía komst yfir snemma leiks en Pólverjar jöfnuðu fyrir leikhlé og komust svo í 3-1. Krystian Bielik, leikmaður Arsenal, skoraði annað mark Pólverja.

Dion Cools, leikmaður Club Brugge, minnkaði muninn á 84. mínútu en það nægði ekki.

Pólland 3 - 2 Belgía
0-1 A. Leya ('16)
1-1 S. Zurkowski ('26)
2-1 K. Bielik ('52)
3-1 S. Szymanski ('79)
3-2 D. Cools ('84)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner