Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. júní 2021 11:40
Ívan Guðjón Baldursson
Rudiger vill langtímasamning hjá Chelsea
Mynd: Getty Images
Þýski miðvörðurinn Antonio Rüdiger átti magnaðan seinni hluta tímabils með Chelsea.

Rüdiger var ekki í áformum Frank Lampard en ákvað að vera áfram hjá Chelsea þrátt fyrir vilja frá félaginu til að lána hann út. Flestir hefðu samþykkt að fara út á láni, sérstaklega þegar stutt er í stórmót á borð við EM, en það gerði Rüdiger ekki.

Thomas Tuchel tók svo við Chelsea og tók það Rüdiger ekki langan tíma að vinna sér inn sæti í byrjunarliðinu. Hann sinnti lykilhlutverki í hjarta varnarinnar er Tuchel sneri gengi Chelsea við og hjálpaði félaginu að vinna Meistaradeild Evrópu.

Rüdiger, sem er 28 ára, spilaði 34 sinnum með Chelsea á síðustu leiktíð og hélt liðið hreinu í 22 af þeim leikjum. Hann vann sér sæti í þýska landsliðinu og vakti mikinn áhuga á sér víða um Evrópu.

Samningur hans við Chelsea rennur út á næsta ári og munu samningsviðræður ekki hefjast fyrr en eftir EM. Rüdiger er tilbúinn til að vera áfram hjá Chelsea svo lengi sem félagið getur boðið honum langtímasamning, samkvæmt heimildum Sky. Ef hann fær ekki það sem hann vill þá er miðvörðurinn tilbúinn til að fara frítt næsta sumar.

Tottenham, PSG og AC Milan sýndu Rüdiger áhuga síðasta haust en nú hafa fleiri stórveldi bæst við listann.
Athugasemdir
banner
banner