Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 16. ágúst 2019 18:31
Ívan Guðjón Baldursson
Þýskaland: Sandhausen hafði betur gegn Nürnberg
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sandhausen 3 - 2 Nürnberg
1-0 M. Engels ('25)
2-0 K. Behrens ('35)
2-1 S. Kerk ('45)
2-2 A. Sörensen ('70)
3-2 P. Turpitz ('89)

Rúrik Gíslason byrjaði í fremstu víglínu og spilaði fyrstu 78 mínúturnar er Sandhausen lagði Nürnberg að velli í þýsku B-deildinni.

Þetta var fyrsti sigur Sandhausen í deildinni og er liðið með fjögur stig eftir þrjár umferðir.

Leikurinn var kaflaskiptur og komst Sandhausen í 2-0 í fyrri hálfleik. Staðan var þó orðin 2-2 þegar Rúrik var skipt af velli.

Sandhausen var meira með boltann og fékk fleiri færi og gerði Philip Turpitz sigurmarkið á 89. mínútu.

Nürnberg endaði í neðsta sæti efstu deildar í vor á meðan Sandhausen var þremur stigum frá falli úr B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner