Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
fimmtudagur 27. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 19. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
sunnudagur 16. nóvember
Undankeppni HM
fimmtudagur 13. nóvember
Undankeppni EM U21
Undankeppni HM
miðvikudagur 12. nóvember
Evrópubikarinn - 16-liða úrslit
fimmtudagur 6. nóvember
Sambandsdeildin
miðvikudagur 29. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
sunnudagur 26. október
Besta-deild karla - Efri hluti
föstudagur 24. október
Þjóðadeild kvenna - Umspil
fimmtudagur 23. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 22. október
Evrópukeppni unglingaliða
mánudagur 20. október
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 15. október
Evrópubikar kvenna
þriðjudagur 14. október
Undankeppni EM U21
mánudagur 13. október
Undankeppni HM
laugardagur 11. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
föstudagur 10. október
Undankeppni HM
Undankeppni EM U21
fimmtudagur 9. október
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
miðvikudagur 8. október
Evrópubikar kvenna
mánudagur 6. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
sunnudagur 5. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
Besta-deild kvenna - Efri hluti
laugardagur 4. október
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 3. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
fimmtudagur 2. október
Sambandsdeildin
miðvikudagur 1. október
Besta-deild kvenna - Efri hluti
Evrópukeppni unglingaliða
þriðjudagur 30. september
Besta-deild kvenna - Efri hluti
mánudagur 29. september
Besta-deild karla - Efri hluti
sunnudagur 28. september
Besta-deild karla - Neðri hluti
laugardagur 27. september
Besta-deild kvenna - Neðri hluti
Lengjudeild karla - Umspil
Besta-deild karla - Efri hluti
Besta-deild karla - Neðri hluti
föstudagur 26. september
Fótbolti.net bikarinn
mánudagur 22. september
Besta-deild karla - Efri hluti
miðvikudagur 17. september
Lengjudeild karla - Umspil
mánudagur 15. september
Besta-deild karla
miðvikudagur 3. desember
Engin úrslit úr leikjum í dag
fim 14.ágú 2025 10:00 Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magazine image

UTAN VALLAR: Samanburður á fjárhagsstöðu Breiðabliks og Zrinjski Mostar

Breiðablik mætir Zrinjski Mostar í seinni leik liðanna í 3. umferð undankeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Það er allt jafnt í einvíginu eftir jafntefli ytra en hvernig standa leikar utan vallar? Skoðum ársreikninga þessara tveggja félaga.

Mynd/UTAN VALLAR
Mynd/UTAN VALLAR
Mynd/UTAN VALLAR
Mynd/UTAN VALLAR

Greinin var einnig birt á utanvallar.is

Rekstrartekjur
Hvað rekstrartekjurnar varðar þá voru þær 828,8 milljónir krónur hjá Zrinjski Mostar samanborið við 738,1 milljón króna hjá Breiðabliki. Rekstrartekjur Zrinjski Mostar eru því 12,3% hærri en rekstrartekjur Breiðabliks.

Rekstrargjöld
Það munaði minna á milli rekstrargjaldanna. Rekstrargjöld Zrinjski Mostar voru tæpar 878 milljónir króna á síðasta ári en rúmar 865 milljónir króna hjá Breiðabliki. Það munar einungis um 1,5% þarna á milli.

Laun og launatengd gjöld
Við þurfum að skoða þessar tölur með smá fyrirvara hvað Breiðablik varðar. Í þeirra ársreikning eru laun flokkuð undir gjaldaliðinn þjálfun, leikmenn og yfirstjórn. Það er því engin leið að vita upp á krónu hversu miklir peningar fóru í laun hjá Breiðabliki á síðasta ári, en þetta er þó vísbending um eitthvað. Hjá Breiðabliki var þessi gjaldaliður 591,8 milljónir króna á síðasta ári en launakostnaður Zrinjski Mostar var 536,5 milljónir króna. Ef við skoðum þessar tölur sem hlutfall af rekstrartekjum þá sjáum við að launahlutfall Breiðabliks var 80,2% samanborið við 64,7% hjá Zrinjski Mostar.

Afkoma
Bæði félögin voru rekin með tapi á síðasta ári. Tap Zrinjski Mostar nam 49,1 milljón króna en tapið var öllu meira hjá Breiðabliki, eða rúmar 104 milljónir króna.

Eignir
Eignir Zrinjski Mostar voru 618,4 milljónir króna á síðasta ári og voru 42,9% hærri en eignir Breiðabliks, sem námu 432,8 milljónum króna. Breiðablik átti þó töluvert meira handbært fé, eða rúmar 183,7 milljónir króna samanborið við 47,9 milljónir króna hjá Zrinjski Mostar.

Skuldir
Þá er Zrinjski Mostar í miklum skuldum en þær námu 971,2 milljónum króna á síðasta ári samanborið við 200,5 milljónir króna hjá Breiðabliki. Skuldir Zrinjski Mostar eru því 384,3% hærri en skuldir Breiðabliks. Ef við skoðum síðan hlutfall skulda af eignum, skuldahlutfallið, þá var það 157,0% hjá Zrinjski Mostar en 46,3% hjá Breiðabliki.

Eigið fé
Að lokum var rúmlega 585 milljón króna munur á eiginfjárstöðu félaganna. Eigið fé Breiðabliks var jákvætt upp á 232,3 milljónir króna en hjá Zrinjski Mostar var það neikvætt upp á 352,8 milljónir króna.


Athugasemdir
banner
banner