
„Frábær sigur, virkilega góð frammistaða, virkilega ánægður með mitt lið. Mér fannst við stúta þeim í 80 mínútur af 90. Mér fannst við ganga frá þeim megnið af leikjum," sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Þórs, við Fótbolta.net eftir sigur liðsins gegn Völsungi í gærkvöld.
Sigurinn var þriðji sigur Þórs í röð og er það í fyrsta sinn í sumar sem Þór nær að vinna fleiri en tvo leiki í röð.
Sigurinn var þriðji sigur Þórs í röð og er það í fyrsta sinn í sumar sem Þór nær að vinna fleiri en tvo leiki í röð.
Lestu um leikinn: Völsungur 2 - 5 Þór
„Leikmennirnir stóðu sig vel, mér fannst við leggja leikinn upp á ákveðinn hátt og það virkaði. Leikmenn skiluðu því frábærlega. Þetta var meira hvernig við ætluðum að verjast þeim; hvernig við ætluðum að stiga á þá og þvinga þá í ákveðin svæði. Ég hefði viljað fara aðeins meira á bakvið þá, en heilt yfir gekk leikplanið fullkomlega upp."
Gengi Þórs hefur verið mjög gott síðustu vikur, fimm sigrar í síðustu sex eftir grátlegt tap gegn Þrótti.
„Mér finnst við spila eins og á undan, nema kannski ekki eins mikið af meiðslum. Mér finnst við vera svipað góðir alltaf, held að fólk hafi ekki gefið okkur kredit fyrir fyrri partinn þegar við dettum örlítið niður. Fyrir utan Völsungsleikinn heima er þetta búið að vera fínt. Liðið er að tikka vel og þá kemur framlag frá mörgum, sem gleður mig mjög mikið."
Ertu að horfa á toppsætið?
„Við erum bara að horfa á næsta leik sem er gegn ÍR á sunnudaginn. Það eru allir að vinna alla og þetta getur farið hvernig sem er. Við ætlum að vinna næsta leik og sjá svo bara til."
Hvernig fannst þér dómgæslan í dag?
„Mér finnst Siggi Þrasta einn besti dómari landsins, mér fannst hann dæma þetta hörmulega," sagði þjálfarinn.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 17 | 10 | 3 | 4 | 41 - 25 | +16 | 33 |
3. ÍR | 17 | 9 | 6 | 2 | 31 - 18 | +13 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 17 | 9 | 3 | 5 | 29 - 21 | +8 | 30 |
6. Keflavík | 17 | 8 | 4 | 5 | 38 - 27 | +11 | 28 |
7. Völsungur | 17 | 5 | 4 | 8 | 29 - 38 | -9 | 19 |
8. Grindavík | 17 | 5 | 2 | 10 | 32 - 48 | -16 | 17 |
9. Selfoss | 17 | 5 | 1 | 11 | 19 - 32 | -13 | 16 |
10. Leiknir R. | 17 | 3 | 4 | 10 | 16 - 34 | -18 | 13 |
11. Fjölnir | 17 | 2 | 6 | 9 | 26 - 41 | -15 | 12 |
12. Fylkir | 17 | 2 | 5 | 10 | 21 - 29 | -8 | 11 |
Athugasemdir