Tony Adams, fyrrum fyrirliði Arsenal, hefur kallað eftir því að Mikel Arteta taki fyrirliðabandið af Martin Ödegaard fyrir komandi keppnistímabil.
Ödegaard var gerður að fyrirliða fyrir 2022-23 tímabilið en síðan þá hefur Arsenal endað þrisvar í röð í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Ödegaard var gerður að fyrirliða fyrir 2022-23 tímabilið en síðan þá hefur Arsenal endað þrisvar í röð í öðru sæti ensku úrvalsdeildarinnar.
Arsenal vann ensku úrvalsdeildina fjórum sinnum með Adams sem fyrirliða en hann telur Lundúnafélagið þurfa að gera fyrirliðabreytingu.
„Hann þarf að gera Declan Rice að fyrirliða," sagði Adams. „Rice er minn fyrirliði og það gæti hjálpað Ödegaard að spila með meira frjálsræði."
Ödegaard átti ekki sitt besta tímabil á síðustu leiktíð og Adams telur að Rice sé betri týpa til að leiða liðið áfram.
Athugasemdir