
„Við fáum mjög klaufalegt mark á okkur, komum okkur inn í leikinn eftir það. Fyrri hálfleikur klárast með því að þeir skora tvö heimsklassa mörk; Balde klippir hann, eitthvað ruglað mark í teignum og svo skorar Einar, stórefnilegur leikmaður Þórs, beint úr aukaspyrnu upp í vinkilinn. Það er það sem skilur liðin að í hálfleik. Þetta litast af því að við byrjum báða hálfleikana ekki nógu vel, þurfum alltof mikið að elta. Svo fjarar eftir þetta út í 5-2. Hvernig fyrri hálfleikurinn klárast er stærst í því hvernig leikmyndin litast," sagði Aðalsteinn Jóhann Friðriksson, þjálfari Völsungs, við Fótbolta.net eftir tapið gegn Þór í gærkvöldi.
Lestu um leikinn: Völsungur 2 - 5 Þór
„Þetta hefði alveg þess vegna verið þannig að við værum yfir í hálfleik, við búnir að klikka á víti, stutt á milli."
„Mér fannst dómgæslan alls konar, mikið af spjöldum. Við töpuðum 2-5 og það er erfitt að segja að það hafi verið dómaranum að kenna."
Völsungur er núna án sigurs í síðustu þremur leikjum. Liðið er í 7. sæti, sjö stigum frá falli, eftir að hafa verið alls staðar spáð neðsta sæti fyrir mót. Liðið er ekki að berjast um að komast í umspilið og því, akkúrat eins og staðan er núna, ekki að berjast um mikið.
„Mikill vill meira, ég vil vera með fleiri stig, en ég er sáttur með fullt af hlutum. Við fórum inn í tímabilið og mér skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik."
„Einhvers staðar heyrði ég umræðu um það að það væru ellefu lið að berjast um eitthvað, og svo Völsungur. Umræðan hefur breyst, það er orðið gott að koma til Húsavíkur og fá eitt stig, ég er mjög sáttur með að það sú umræða hafi breyst."
„En aftur á móti var ég aldrei á þeim stað að við værum þar sem talað var um fyrir fram. Ég væri alltaf til í eitthvað meira, til í fleiri stig, en kannski er maður frekur," sagði Alli Jói.
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum efst.
Lengjudeild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Njarðvík | 17 | 10 | 7 | 0 | 40 - 16 | +24 | 37 |
2. Þór | 17 | 10 | 3 | 4 | 41 - 25 | +16 | 33 |
3. ÍR | 17 | 9 | 6 | 2 | 31 - 18 | +13 | 33 |
4. Þróttur R. | 17 | 9 | 5 | 3 | 33 - 26 | +7 | 32 |
5. HK | 17 | 9 | 3 | 5 | 29 - 21 | +8 | 30 |
6. Keflavík | 17 | 8 | 4 | 5 | 38 - 27 | +11 | 28 |
7. Völsungur | 17 | 5 | 4 | 8 | 29 - 38 | -9 | 19 |
8. Grindavík | 17 | 5 | 2 | 10 | 32 - 48 | -16 | 17 |
9. Selfoss | 17 | 5 | 1 | 11 | 19 - 32 | -13 | 16 |
10. Leiknir R. | 17 | 3 | 4 | 10 | 16 - 34 | -18 | 13 |
11. Fjölnir | 17 | 2 | 6 | 9 | 26 - 41 | -15 | 12 |
12. Fylkir | 17 | 2 | 5 | 10 | 21 - 29 | -8 | 11 |
Athugasemdir