Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 16. október 2019 22:57
Brynjar Ingi Erluson
Allegri segist ekki vera að taka við Man Utd: Tala ekki nógu góða ensku
Massimo Allegri
Massimo Allegri
Mynd: Getty Images
Massimo Allegri, fyrrum þjálfari Juventus, segist ekki vera í viðræðum við enska félagið Manchester United.

Ítalski vefmiðillinn Tuttosport sagði frá því í dag að Man Utd væri í viðræðum við Allegri um að taka við liðinu af Ole Gunnar Solskjær.

Allegri hefur verið án starfs síðan í sumar er hann var látinn fara frá Juventus en hann gerði liðið fimm sinnum að ítölskum meisturum.

Það er heitt undir Solskjær en liðið er í 12. sæti með 9 stig eftir fyrstu átta leiki tímabilsins. Allegri er þó ekki nógu sleipur í enskunni til að taka við enska liðinu.

„Ég er ekki nógu góður í enskunni en ég er duglegur að læra," sagði Allegri á ráðstefnu í Póllandi í dag.

https://fotbolti.net/fullStory.php?id=287358

Athugasemdir
banner
banner
banner